Fara beint í efnið

Kílómetragjald á vörubifreiðar og eftirvagna

Skrá ökumæli

Greiða skal kílómetragjald af bifreiðum og eftirvögnum sem eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, þó ekki bifreiðum ætluðum til fólksflutninga. Gjaldskyldan er óháð eldsneytisnotkun og greidd af ökutækjum sem eru undanþegin olíugjaldi.

Fjárhæð kílómetragjalds

Ákvörðun um fjárhæð almenns og sérstaks kílómetragjalds fer eftir leyfðri heildarþyngd ökutækis (gjaldþyngd) og er fjárhæðin ákveðin með lögum. Gjaldið er ákvarðað sem tiltekin fjárhæð á hvern ekinn kílómetra. Kílómetragjaldið er óháð orkugjafa og leggst því jafnt á bifreiðar sem knúnar eru bensíni, dísilolíu eða öðrum orkugjafa.

Ökutæki þessi skulu vera útbúin löggiltum ökumælum sem lesa þarf af tvisvar á ári.

Gjaldtímabil og gjalddagar

Greiða skal kílómetragjald tvisvar á ári:

  • Gjalddagi 1. janúar, eindagi 15. febrúar

  • Gjalddagi 1. júlí, eindagi 15. ágúst

Álestur af ökumælum

Eigandi eða umráðamaður ökutækis á kílómetragjaldi skal mæta með ökutækið til álesturs á álestrartímabilum, en þau eru:

  • 1.–15. júní

  • 1.–15. desember.

Álestraraðilar eru allar skoðunarstöðvar auk þess sem Vegagerðin sinnir álestrum víðsvegar um landið og lögreglan á nokkrum stöðum.

Nánari upplýsingar um kílómetragjald á heimasíðu Skattsins

Skrá ökumæli

Þjónustuaðili

Skatt­urinn