Íþróttir og tómstundir barna og ungmenna
Rannsóknir sýna að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu frístundastarfi, undir stjórn ábyrgs leiðbeinanda, hefur forvarnargildi og veitir þeim líkamlega og andlega vellíðan.
Frístundir
Víðsvegar um landið stunda börn og unglingar íþróttir, tónlistar- og dansnám og taka þátt í margskonar námskeiðum sem oftar en ekki vekja hjá þeim áhuga á frekari ástundun.
Sum sveitarfélög greiða niður þátttökugjöld vegna íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfsemi yngri íbúa sinna. Misjafnt er eftir sveitarfélögum hvaða reglur gilda um niðurgreiðslu. Nánari upplýsingar er að finna á vefjum sveitarfélaga. Sveitarfélög
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, eru heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar hér á landi. ÍSÍ
Samkvæmt íþróttalögum er landinu skipt í íþróttahéruð og í hverju þeirra skal vera eitt héraðssamband eða íþróttabandalag allra íþróttafélaga í héraðinu. Innan ÍSÍ er fjöldi sérsambanda íþróttafélaga og íþróttanefndir. Sambandsaðilar ÍSÍ
Fjöldi skátafélaga eru starfandi um land allt. Bandalag íslenskra skáta
Innan margra félagsdeilda Rauða krossins er starfrækt barna- og ungmennastarf. Ungmennastarf Rauða krossins
Unglingadeildir eru starfandi innan Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Unglingadeildir innan Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Tónlistarskólar á landinu eru reknir af sveitarfélögum og einkaaðilum. Á vefjum þeirra má fá upplýsingar um starfsemi og nám og þar eru einnig umsóknareyðublöð. Tónlistarskólar á landinu
Kennsla í listdansi hér á landi er í höndum einkaaðila.
Í fjölmörgum grunnskólum eru starfræktar skólahljómsveitir. Á vefjum skólanna er nánari upplýsingar um hljómsveitirnar. Samtök íslenskra skólalúðrasveita
Skákíþróttin er iðkuð af fólki á öllum aldri hér á landi.
Barna- og unglingastarf er í flestum trúfélögum/lífsskoðunarfélögum.
Í stærri sveitarfélögum er boðið upp á sumarnámskeið fyrir börn. Á námskeiðunum er tekist á við fjölbreytt viðfangsefni. Upplýsingar um námskeiðin má fá á vefjum sveitarfélaga, íþróttafélaga og félagsmiðstöðva.
Gæsluvellir eru starfræktir í flestum stærri sveitarfélögum yfir sumartímann. Þeir eru ætlaðir yngri börnum og er aldurstakmark misjafnt. Nánari upplýsingar finnast á vefjum sveitarfélaganna.