Íbúðir fyrir eldra fólk
Eldra fólk þarf að huga að því tímanlega hvort húsnæði þess hentar þegar færni minnkar. Því er mikilvægt er að eldra fólk geti eignast og eða leigt húsnæði eftir þörfum hverju sinni. Fjölbreytt búsetuform eru í boði, en íbúar sem hafa verið metnir í þörf fyrir stuðning eiga rétt á heimahjúkrun og heimastuðningi eða stuðningsþjónustu sveitarfélaga óháð búsetuformi.
Þjónustuíbúðir og aðrar íbúðir fyrir eldra fólk eru ýmist sjálfseignar-, leigu- eða búseturéttaríbúðir.
Fjölbreytt búsetuform eru í boði fyrir eldra fólk
Félagslegt leiguhúsnæði
Sveitafélög tryggja framboð af leiguhúsnæði handa eldra fólki og öðrum sem ekki hafa kost á að afla sér húsnæðis með öðrum hætti. Sett eru viðmið um hverjir hafa rétt á slíku húsnæði, svo sem aldur, lögheimili, eiga ekki húsnæði fyrir og tekjur. Sveitafélög bjóða einnig oft upp á sérstakan húsnæðisstuðning.
Sótt er um félagslegt leiguhúsnæði hjá þínu sveitarfélagi. (enginn tengill) Íbúar í félagslegu leiguhúsnæði geta átt rétt á húsnæðisbótum.
Íbúðir fyrir eldra fólk eða 60+
Íbúðir fyrir eldra fólk bjóðast á frjálsum markaði. Oft eru þær byggðar í nágrenni við hjúkrunarheimili eða félagsmiðstöðvar eldra fólks. Aðstaða í þessum íbúðum og þjónusta sem stendur íbúum til boða getur verið mismunandi.
Íbúðirnar eru ýmist sjálfseignar-, leigu- eða búseturéttaríbúðir og má finna hjá fasteignasölum og leigufélögum um land allt.
Þjónustuíbúðir
Þjónustuíbúðir eru samkvæmt lögum um málefni aldraðra ætlaðar þeim sem þurfa meiri þjónustu en hægt er að fá í heimahúsum án þess að hafa þörf fyrir hjúkrunarheimili. Öryggiskerfi skal vera í íbúðum og völ á fjölbreyttri þjónustu, svo sem mat, þrifum og aðgangur að félagsstarfi.
Upplýsingar um framboð þjónustuíbúða, kostnað og umsókn er að fá hjá velferðar og eða félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags.
Fasteignagjöld
Sveitafélögum er heimilt að lækka eða fella niður fasteignagjöld hjá tekjulitlu eldra fólki. Almennt er afslátturinn hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali.
Vert er að athuga hver fasteignagjöld eldra fólks eru í þínu sveitarfélagi.
Húsnæðisbætur
Vert er að skoða hvort leigjendur eigi rétt á húsnæðisbótum.
Vert að skoða
Í Árborg þar sem hjúkrunarheimilið er til húsa er að hluta einnig íbúðir og félagsaðstaða fyrir eldra fólk. Búsetukostir og íbúðir fyrir eldra fólk í Árborg eru í eigu sveitarfélagsins.
Búfesti er húsnæðissamvinnufélag á Akureyri og Húsavík. Búfesti er spennandi kostur fyrir fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri. Fasteignirnar eru af fjölbreyttum stærðum og gerðum.
Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd. Búseti er spennandi kostur fyrir fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri. Fasteignirnar eru af fjölbreyttum stærðum og gerðum á höfuðborgarsvæðinu.
Brynja leigufélag er sjálfseignarstofnun sem hefur þann tilgang að kaupa, eiga og reka íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja. Félagið leitast við að leigja íbúðir gegn eins hóflegu gjaldi.
Eir öryggisíbúðir, Eir býður upp á vandaðar íbúðir og húsnæði með það að markmiði að íbúar geti búið sjálfstætt og verið sem lengst heima með aðgengi að öryggi og þjónustu ef þörf er á.
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hafa byggt íbúðir í gegnum tíðina.
Heimstaden bjóða upp á sérhannaðar leiguíbúðir fyrir 55 ára og eldri.
Leigufélag aldraðra er sjálfseignarstofnun rekin án hagnaðarsjónarmiða. Markmið félagsins er að tryggja sem flestum sem náð hafa 60 ára aldri hentugt húsnæði til leigu.
Mörkin 60+ er með íbúðir fyrir eldra fólk með búseturéttarfyrirkomulagi.
Naustavör – leiguíbúðir 60+ þar býðst fólki að búa í sjálfstæðri búsetu í íbúðum sem taka mið af þörfum eldra fólks og stutt er að sækja þjónustu og félagsstarf.
Reykjanesbær íbúðir fyrir eldra fólk.
Reykjavík þjónustuíbúðir eru leiguíbúðir fyrir fólk 67 ára og eldri. Íbúðirnar eru fyrir fólk sem þarf meiri stuðning en hægt er að veita á heimili þeirra.
Samtök aldraðra - Íbúðir til sölu hafa þann megintilgang að byggja hentugar íbúðir fyrir aldraða.
Upplýsingabanki - Íbúðir fyrir eftirlaunafólk