Fara beint í efnið

Menntun

Húsnæði námsmanna

Nemum á efri skólastigum bjóðast mismunandi kostir í húsnæðismálum eftir því í hvaða sveitarfélagi þeir nema eða eiga lögheimili.

Nemar og húsnæði

Nemendum sem stunda nám í framhaldsskólum á landsbyggðinni og stærri bæjum, fjarri heimilum sínum, stendur víða til boða að búa á heimavist eða nemendagörðum. Nánari upplýsingar um umsóknir, reglur og annað varðandi heimavistir og nemendagarða er að finna á vefjum viðkomandi framhaldsskóla.
Stofnanir á vef stjórnarráðsins

Nokkur sveitarfélög hafa yfir að ráða námsmannaíbúðum til útleigu. Allar nánari upplýsingar fást á vefjum viðkomandi sveitarfélaga.
Sveitarfélög á landinu

Byggingafélag námsmanna leigir út íbúðir til nemenda þeirra skóla sem aðild eiga að Bandalagi íslenskra námsmanna, BÍSN. Allar nánari upplýsingar um umsóknir, reglur og annað er að finna á vef Byggingafélags námsmanna.
Byggingafélag námsmanna

Nemendur við Háskóla Íslands geta sótt um húsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta sem rekur stúdentagarða og sér um úthlutanir á húsnæði.
Stúdentagarðar Félagsstofnunar stúdenta

Nemendagarðar eru við flesta aðra háskóla landsins. Nemendum er bent á að hafa samband við sinn skóla til að leita upplýsinga þar um.
Stofnanir á vef stjórnarráðsins

Námsmannaíbúðir Keilis eru ætlaðar nemendum. Nánari upplýsingar fást á vef Keilis,
Keilir.net

Nemar sem ekki hafa aðgang að stúdentagörðum eða námsmannaíbúðum þurfa að leita húsnæðis á almennum leigumarkaði. Þeim er bent á að kynna sér rétt sinn á vefjum viðkomandi sveitarfélaga.

Þeir námsmenn sem ætla í nám í útlöndum ættu að kynna sér vel hvernig húsnæðismál standa í viðkomandi landi. Víða eru reknir stúdentagarðar við háskóla. Þá er og starfandi fjöldi húsnæðismiðlana.
Farabara.is
Skrifstofa alþjóðasamskipta HÍ

Vert að skoða

Lög og reglugerðir