Fara beint í efnið

Hreyfing í boði

Það hefur jákvæð áhrif á heilsu og líðan allra hópa, á öllum æviskeiðum, að takmarka kyrrsetu og stunda reglulega hreyfingu.

Á efri árum er sérstaklega mikilvægt að varðveita vöðvastyrk og stunda styrktar- og jafnvægisþjálfun. Með reglulegri hreyfingu við hæfi má hægja á áhrifum og einkennum öldrunar og viðhalda getunni til að lifa lengur sjálfstæðu lífi.

Hreyfingin þarf ekki að vera tímafrek eða erfið til að hafa jákvæð áhrif. Öll hreyfing telur og betra er að hreyfa sig lítið eitt en ekki neitt. Opinberar ráðleggingar um hreyfingu eldra fólks

Á vefsíðunni Bjartur lífsstíll er einnig að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um hreyfingu.

Sveitarfélög bjóða upp á margskonar hreyfingu og þjálfun. Skoðaðu hvað þitt sveitarfélag býður upp á.