Hljóðstigsvottorð
Hljóðstigsvottorð skal gefa út fyrir hvert loftfar þegar það er skráð í loftfaraskrá og fær íslenska skráningarstafi.
Vottorðið þarf aðeins að endurnýja ef breytingar eru gerðar sem hafa möguleg áhrif á hljóðstyrk loftfarsins. Þar má nefna t.d. breytingar á hreyflum, skrúfum eða hámarksþyngdum. Jafnframt þarf að gefa út nýtt vottorð ef skráningarstöfum (TF-) loftfarsins er breytt.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa