Fara beint í efnið

Hjónavígsluvottorð

Fyrir hjón

Hjónavígsluvottorð er einungis gefið út fyrir hjón. Athugið að hjónavígsluvottorð eru ekki gefin út ef hjúskap er lokið, t.d. við skilnað eða andlát. Í slíkum tilvikum þarf að panta hjúskaparsöguvottorð.

Ef hjónavígsla fór fram erlendis þarf að afla hjónavígsluvottorðs í því landi sem vígslan fór fram. Ef afrit af erlendu hjúskaparvottorði er til í skrám Þjóðskrár Íslands er hægt að fá afrit af því með því að hafa samband við Þjóðskrá Íslands.

Umsókn um hjónavígsluvottorð

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá