Heimild fyrir ferjuflug
Fyrir þau loftför sem standast ekki eða sem ekki hefur verið sýnt fram á að standist viðeigandi kröfur um lofthæfi en eru fær um öruggt flug, þarf að gefa út flugleyfi, samkvæmt skilgreindum skilyrðum.
Skilyrði:
Sækja þarf um samþykki á skilyrði til flugs og flugleyfi (Permit to Fly). Það ferli krefst útfyllingar á þremur eyðublöðum sem eru:
Eyðublað 18b(doc) sem er skilyrði til flugs (Flight Condition)
Eyðublað 137(doc) sem er umsókn um samþykki án skilyrða til flugs á eyðublaði 18b
Eyðublað 21(doc) sem er umsókn um flugleyfi (Permit to Fly)
Samgöngustofa gefur út flugleyfið (Permit to Fly) en EASA eða Samgöngustofa samþykkir skilyrði til flugs (Flight Condition) eftir því sem við á.
Þó þarf að sækja um til EASA um samþykki á flugskilyrðum þegar um er að ræða eitt af eftirfarandi atriðum:
Loftfarið uppfyllir ekki sitt tegundarvottorð til dæmis skemmd á burðarvirki.
Breyting sem er ekki samkvæmt viðurkenndum gögnum.
Lofthæfifyrirmæli (AD nóta), lofthæfitakmarkanir (Airworthiness Limitation) eða tegundarhönnunar viðhaldskröfum (Certification Maintenance Requirement) hefur ekki verið framfylgt.
Þegar fyrirhugað flug er utan samþykkts flughams í flughandbók (outside the approved envelope).
Ferlið þegar sótt er um til EASA:
Ferlið þegar aðeins er sótt um til Samgöngustofu:
Þjónustuaðili
Samgöngustofa