Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hugbúnaðarrammi Fjársýslunnar

Þjónustuaðili:

Reynsla Fjársýslunnar hefur sýnt fram á vöntun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir opinbera aðila þegar kemur að fjárfestingu í hugbúnaði. 

Því var brugðið á það ráð að setja saman leiðarvísi fyrir opinbera aðila við kaup á hugbúnaði, með það að markmiði að einfalda ferlið og draga úr áhættu.

Leiðarvísirinn fjallar um mikilvægi þarfagreiningar, markmiðssetningar og varna gegn birgjalæsingu, ásamt því að útlista tæknilegar og lagalegar kröfur sem ber að hafa í huga við val á mismunandi tegundum hugbúnaðar, þar á meðal staðlaðar, sérlausnir og Power Platform.

Hann veitir einnig innsýn í mótun útboðsgagna, greiðslufyrirkomulags og krafna er varða þróun, prófanir og skil hugbúnaðar.

Byggt er á lærdómi Fjársýslunnar af fyrri útboðum, gögnum frá Stafrænu Íslandi og Fjármálaráðuneytinu, gögnum frá Norskum, Breskum og Dönskum systurstofnunum Ríkiskaupa ásamt reynslu höfundar af hugbúnaðarþróun.

    5. Hugbúnaðarþróunarteymi

    Þegar keypt er þjónusta af þróunarteymi til að sinna ákveðnu verkefni en ekki afurðina sjálfa þarf að hafa í huga allar þær kröfur sem fram hafa komið varðandi tegundir hugbúnaðar. 

    Einnig þarf að hafa í huga varðandi teymi svo samstarf opinbera aðilans og teymis verði sem best. 

    Hæfni og reynsla

    • Vertu viss um að teymið sem þú ræður hafi nauðsynlega hæfni og reynslu sem verkefni þitt krefst. Skoðaðu fyrri verkefni þeirra og biddu um meðmæli.

    Skýr samningsgerð 

    • Gerðu skýran og ítarlegan samning sem útlistar þeim kröfum sem fjallað var um undir mismunandi hugbúnaðar tegundum. 

    Samskipti

    • Tryggðu gott flæði upplýsinga og regluleg samskipti á milli þíns og þróunarteymisins. Ákveða þarf fyrir fram hvernig og hvenær þið ætlið að hittast eða tala saman.

    Breytingastjórnun 

    • Þróunarverkefni geta tekið breytingum á meðan á þeim stendur. Vertu undirbúinn fyrir breytingar og koma þarf upp skýrum ferlum til að meðhöndla þær.

    Eftirlit og endurgjöf 

    • Fylgstu reglulega með framvindu verkefnisins og veittu endurgjöf. Það hjálpar til við að tryggja að verkefnið sé á réttri leið og uppfylli væntingar þínar.

    Tíma- og kostnaðaráætlanir 

    • Vertu raunsær með tíma- og kostnaðaráætlanir. Þróunarverkefni geta oft tekið lengri tíma eða orðið dýrari en upphaflega var áætlað.

    Trúnaðarmál 

    • Ef verkefnið felur í sér viðkvæmar upplýsingar eða hugverkaréttindi, tryggðu að trúnaðarsamningar séu á staðnum til að vernda þig.