Samstarf um hafnarríkiseftirlit - Paris MoU
Paris MoU
Paris MoU samtökin samanstanda af 27 siglingastofnunum og ná yfir hafsvæði evrópsku strandríkjanna og Norður-Atlantshafssvæðið frá Norður-Ameríku til Evrópu. Hlutverk þeirra er að hafa eftirlit með erlendum skipum sem koma að höfnum aðildarríkja.
Núverandi aðildarríki Parísarsamkomulagsins eru:
Belgía, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ísland, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Malta, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretlandi.
Rússland er ekki lengur aðili að samtökunum en þeim var vísað úr þeim í upphafi stríðátakana í Úkraínu.
Árlega fara yfir 17.000 skoðanir fram um borð í erlendum skipum í höfnum Parísarsamkomulagsins, sem tryggir að þessi skip uppfylli:
Alþjóðlega öryggisstaðla ( SOLAS )
Alþjóðlega umhverfis og mengunarstaðla ( MARPOL )
Alþjóðlega staðla um viðunandi lífs og vinnuskilyrði áhafnarmeðlima ( ILO – MLC )
Hlutverk samtakana er að útrýma komum skipa sem uppfylla ekki þessa staðla til hafna í Evrópu með samræmdu og virku kerfi hafnarríkiseftirlits.
Meginreglan er sú að ábyrgðin á því að farið sé að þeim kröfum sem kveðið er á um í alþjóðlegum siglingasamningum er hjá eiganda/rekstraraðila.
Ábyrgð á að tryggja að slíkt samræmi er til staðar er hins vegar áfram hjá fánaríki skipsins.
Ábendingar um skip sem ekki uppfylla kröfur varðandi öryggi, mengun eða lífsskilyrði sjófarenda er hægt að koma á psc@samgongustofa.is.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa