Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Týnt eða stolið dvalarleyfiskort

Týnt eða stolið dvalarleyfiskort

Ef dvalarleyfiskortið þitt týnist eða er stolið þarftu að fylla út eyðublaðið Týnt eða stolið dvalarleyfiskort til að tilkynna það formlega. Þegar dvalarleyfiskort hefur verið tilkynnt týnt eða stolið er það skráð í Schengen og Interpol upplýsingakerfin og verður þar með ónothæft.

Þú getur komið með eyðublaðið útfyllt og undirritað í afgreiðsluna á Dalvegi 18, sett það í skilakassann í anddyrinu eða sent það með tölvupósti á utl@utl.is.

Þú þarft að greiða 8.000 krónur til að fá útgefið nýtt dvalarleyfiskort.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun