Umhverfis- og auðlindaráðherra mælti þann 9. maí sl. fyrir frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða á Alþingi.
Hvort sem litið er til annarra Evrópulanda, vestur um haf eða til annarra heimshluta er víða um lönd verið að innleiða formlega skipulagsgerð á hafi þessi misserin, áþekka því sem víðast hvar hefur verið við lýði til margra áratuga við skipulag byggðar á landi. Þessa sjást meðal annars dæmi í tilskipun Evrópusambandsins um hafskipulag frá árinu 2014 og vinnu í einstökum aðildarríkjum þess á undanförnum árum við innleiðingu formlegar skipulagsgerðar á haf- og strandsvæðum.
Lögin fela annarsvegar í sér að setja skuli fram almenna stefnu um skipulagsmál á haf- og strandsvæðum og hinsvegar að gera skuli nánara svæðisbundið skipulag á tilteknum svæðum við strendur landsins.