Hafrannsóknastofnun hefur sent Skipulagsstofnun til kynningar í samræmi við 4. gr. a í lögum um fiskeldi, tillögu sína að afmörkun eldissvæða fyrir fiskeldi í Arnarfirði. Þetta er fyrsta tillaga að eldissvæðum sem unnin er á grundvelli þessa lagaákvæðis. Ákvörðun Hafrannsóknastofnunar um eldissvæði er forsenda þess að sjávarútvegsráðherra geti úthlutað svæðum til fiskeldis í sjó.