Skipulagsstofnun hefur gefið út forsendu- og samráðsskýrslur vegna vinnu við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum. Fjölbreytt starfsemi og auðlindanýting fer fram á skipulagssvæðunum auk þess sem þau eru nýtt til útivistar af ýmsum toga. Að svæðunum liggja mikilvæg fuglasvæði og fjöldi selalátra, ásamt svæðum sem vernduð eru vegna gróðurfars, landslags, dýralífs og náttúruminja.