19. janúar 2007
19. janúar 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Yfirmaður stjórnsýslusviðs embættis ríkislögreglustjóra
Páll Winkel, lögfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa hjá embætti ríkislögreglustjóra frá 1. febrúar n.k. Hann mun stýra stjórnsýslusviði embættisins. Páll hefur verið framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna undanfarin 2 ár. Áður starfaði hann sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins á árunum 2001-2005.
Páll Winkel lauk námi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2000. Á námsárum og samhliða námi starfaði hann sem lögreglumaður við embætti sýslumannsins í Kópavogi og lögreglustjórans í Reykjavík.