21. september 2022
21. september 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Um 250 börn heimsóttu Bangsaspítalann á Akureyri
Hátt í 250 börn heimsóttu Bangsaspítalann á Akureyri um síðustu helgi.

Hátt í 250 börn komu með bangsana sína í vitjun á Bangsaspítalann um síðastliðna helgi. Bangsaspítalinn er á vegum Lýðheilsufélags læknanema og var staðsettur á 5. hæð heilsugæslunnar á Akureyri.
Markmiðið með Bangsaspítalanum er annars vegar að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna og heilbrigðisstarfsfólk og hins vegar að gefa læknanemum tækifæri á að æfa samskipti við börn.
Mikil ánægja var með þetta framtak hjá börnunum og eru læknanemar hæstánægðir með aðsóknina og fá að nýta aðstöðuna hjá HSN.