Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. október 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vopnað rán upplýst

Lögreglan hefur upplýst vopnað rán sem var framið í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík í síðustu viku. Stolið var nokkrum tugum úra sem nú hafa verið endurheimt. Einn maður er í haldi lögreglu vegna málsins og þriggja er leitað. Mennirnir eru allir pólskir en þremenningarnir sem komust undan og úr landi eru nú eftirlýstir. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar í dag.

Tekist hefur að endurheimta úrin.

Aðstoðarlögreglustjórarnir Hörður Jóhannesson og Jón HB Snorrason.