Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. október 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vopnað rán – myndbirting

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. Vegna málsins er óskað sérstaklega eftir vitnum að grunsamlegum mannaferðum á Vegamótastíg frá kl. 10 – 10:30 í gær. Þá eru þeir sem þekkja manninn á meðfylgjandi myndum, eða vita hvar hann er að finna, vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 eða senda upplýsingar á netfangið abending@lrh.is