Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. september 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vopn og fíkniefni

Lögreglumenn í Reykjavík stöðvuðu för tveggja karlmanna um svipað leyti í miðborginni í gærkvöld. Í fórum beggja fundust ætluð fíkniefni. Annar er liðlega tvítugur en hinn tæplega fertugur.

Í nótt hafði svo lögreglan afskipti af 17 ára pilti í einu úthverfa borgarinnar. Í bíl hans fannst bæði exi og hnífur. Pilturinn gat litlar skýringar gefið á því til hvers hann ætlaði að nota þessa hluti. Við frekari athugun kom í ljós að skammt frá var búið að vinna skemmdir á grindverki. Ljóst þykir að pilturinn hafi verið þar að verki.