Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. desember 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vonskuveður

Spáð er byl og miklum skafrenning núna í morgunsárið, en veðrinu er ætlað að vera örlítið seinna á ferðinni en ætlað var og skv.veðurspá Veðurstofu skellur veðrið á milli 8-9. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bendir fólki á að ef það ætlar af stað í morgunsárið sé það komið á áfangastað fyrir kl.8 þegar veðrið á að skella á af fullum krafti. Gert er ráð fyrir að um hádegi nái veðrið hámarki með mikilli snjókomu. Við ítrekum að þeir sem ekki hafa útbúið ökutæki sín til vetraraksturs fari ekki af stað og tefji þannig umferð vegna vanbúnaðar.