Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. júní 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vitni óskast

Laust eftir kl. 11:00 í morgun var tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi að Borgarhlíð 7-9 í Glerárhverfi á Akureyri. Eldurinn var í íbúð á jarðhæð í vesturenda hússins. Nágranni náði að slökkva eldinn áður en mikið tjón hlaust af en þó urðu nokkrar skemmdir af völdum elds og reyks.

Lögreglan biður þá sem geta upplýst um mannaferðir í og við fjölbýlishúsið á milli kl. 10:00 og 11:00 að hafa samband í síma 4647700.