Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. maí 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vítavert kæruleysi

Hugsunarleysi sumra er með ólíkindum en lögreglan verður alloft vitni að slíku. Dæmi um þetta er fólkið sem var á ferð í bíl í austurborginni um helgina. Við stýrið var karl á fimmtugsaldri og við hlið hans í framsætinu var kona, litlu yngri, sem hélt á barni á leikskólaaldri í fanginu en sama bílbeltið var spennt yfir þau bæði. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það sem gerst hefði ef bíllinn hefði lent í árekstri en svona gáleysi er því miður ekki einsdæmi.

Fólkinu var gert að koma barninu fyrir í bílnum með viðeigandi og öruggum hætti og síðan fékk það að halda för sinni áfram.