Fara beint í efnið

7. ágúst 2024

Vísindafólkið okkar – Rannveig Elíasdóttir

Námsstöður á mennta- og vísindadeild SAk eru ætlaðar fastráðnu starfsfólki í framhaldsnámi sem minnka við sig vinnu vegna vísindavinnu. Í sumar ætlum við að fræðast um rannsakendur í þessum stöðum og verkefnin þeirra. Nú er komið að Rannveigu Elíasdóttur hjúkrunarfræðing á barnadeild.

Vísindafólkið okkar – Rannveig Elíasdóttir

Staða í námi: Komin vel á veg með M.Sc. rannsóknarverkefni.

Heiti rannsóknaverkefnis: Heilsufar grunnskólabarna á Akureyri – tengsl holdafars við líðan.

Leiðbeinendur: Árún K. Sigurðardóttir og Kjartan Ólafsson.

Áætluð útskrift: Október 2024.

Hvers vegna er rannsókn þín mikilvæg?

Rannsóknir benda til þess að offita meðal barna og unglinga sé að aukast á Íslandi, einkum á landsbyggðinni. Samt sem áður er eina sérhæfða þverfaglega úrræðið á höfuðborgarsvæðinu. Von mín er því að með niðurstöðunum getum við sýnt fram á þörfina fyrir slíkt úrræði hér á SAk. Með því að veita börnum og unglingum í offitu sérhæfða meðferð með gagnreyndum og einstaklingsmiðuðum aðferðum erum við ekki bara að bæta heilsu og líðan þeirra í dag heldur um ókomin ár og jafnframt að spara í öllu heilbrigðiskerfinu.

Hvernig hefur SAk stutt þig í vísindavinnunni?

Ég hef verið í 15% námsleyfi frá minni vinnu sl. vetur til að vinna í verkefninu og hefur það gagnast mér mjög mikið.

Hvernig hefur vísindavinnan eflt þig?

Ég myndi eiginlega segja að allt sem ég taldi upp í spurningunni hér að ofan hafi eflst til muna.

Hvað kom þér mest á óvart?

Að tíminn er takmörkuð auðlind ;)

Námsstöður á mennta- og vísindadeild SAk eru ætlaðar fastráðnu starfsfólki í framhaldsnámi sem minnka við sig vinnu vegna vísindavinnu. Á næstu vikum ætlum við að fræðast um þessa rannsakendur og verkefnin þeirra.