22. ágúst 2025
22. ágúst 2025
Vísindadagur Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk
Fimmtudaginn 18. september kl. 9.00-15.00 verður Vísindadagur Sjúkrahússins á Akureyri haldinn í samvinnu við Heilbrigðisvísindastofnun HA og SAk.

Dagskráin er að vanda metnaðarfull en dagurinn hefst með opnunarerindi Brynjars Karlssonar, forseta Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs HA og formanns Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk. Fundarstjóri er Laufey Hrólfsdóttir deildarstjóri mennta- og vísindadeildar og lektor við Heilbrigðisvísindastofnun HA og SAk.
Öll áhugasöm hvött til að mæta og kynna sér spennandi rannsóknir og þróunarverkefni á SAk.
Dagskrá Vísindadagsins
Viðburður á Facebook