26. júlí 2006
26. júlí 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Vinnuslys í Laugardalnum
Þýskur verkamaður slasaðist í Laugardalnum í gær. Maðurinn var ásamt öðrum að störfum við vinnupall við íþróttamannvirki þegar hann fékk stein í andlitið. Verkamaðurinn var fluttur á slysadeild. Hann fékk skurð á andlitið en reyndist óbrotinn. Maðurinn bar öryggishjálm við störf sín og ljóst þykir að verr hefði farið ef hans hefði ekki notið við.