Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. september 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vinna saman gegn vændi

Fyrr í vikunni gerðu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg og Samtök um ferðaþjónustu (fyrir hönd hótela og gististaða) með sér samkomulag um að vinna saman að því að uppræta vændi á hótelum og gististöðum. Við sama tækifæri endurnýjuðu sömu aðilar, ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, með sér samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði, en það er verkefni sem hófst árið 2016 og hefur gefist vel.

Frá undirritun samkomulagsins.Mynd: Reykjavíkurborg