Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. desember 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vikan 5. til 12. desember 2016þ

Tveir ökumenn voru kærðir í liðinni viku vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í báðum tilvikum var um að ræða ökumenn sem voru í akstri á Hólmavík og í nágrenni.

Aðfaranótt laugardagsins 10. desember höfðu lögreglumenn afskipti af einum gesti vínveitingastaðar á Ísafirði. Gesturinn hafði ekki náð tilskyldum aldri til að dvelja þar inni. Gerðar voru athugasemdir við starfsfólk veitingastaðarins og var viðkomandi gestur fenginn í hendur foreldris. Ungmenni þetta var sjáanlega undir áhrifum áfengis. Barnaverndaryfirvöldum hefur var gert viðvart.

10 ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru stöðvaðir í Strandasýslu og Djúpvegi.

Númeraplötur voru teknar af þremur ökutækjum sem ekki höfðu verið færð til endurskoðunar.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku. Eitt þeirra varð aðfaranótt mánudagsins 12. desember, þegar fólksbifreið lenti utan í gangavegg Bolungarvíkurganga. Ökumaður, sem var einsamall í bifreiðinni, hlaut ekki meiðsl við óhappið. Ökutækið var óökufært. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi sofnað í akstri. Hin tvö óhöppin voru minniháttar.