23. ágúst 2004
23. ágúst 2004
Þessi frétt er meira en árs gömul
Viðvörun frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans
Efnahagsbrotadeild hafa borist upplýsingar frá fjölmörgum aðilum, einstaklingum og fyrirtækjum, um að þeir hafi fengið tölvupóstur sem bar með sér að vera sendur frá Citibank. Í tölvupóstunum er nafn CityBank ranglega stafsett sem Citibank. Í tölvupóstum þessum er viðtakandanum gert að senda upplýsingar um pin-númer kredit- og/eða debetkorta sinna í bankanum vegna baráttu bankans gegn fjársvikum vegna endurtekinna hryðjuverkaárása á gagnagrunn bankans, eins og það er orðað í póstinum.
Efnahagsbrotadeild vill vara við umræddum tölvupóstsendingum sem stafa ekki frá CityBank og er sendur út í þeim tilgangi að komast yfir pin-númer kredit- og debetkorta viðtakendanna að öllum líkindum í þeim tilgangi að misnota þau til að svíkja út fé.
Efnahagsbrotadeild