Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. apríl 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Víðvangshlaup ÍR – takmarkanir á umferð

Á morgun, sumardaginn fyrsta, fer fram árlegt Víðvangshlaup ÍR, sem fer fram í miðborg Reykjavíkur. Hlaupið hefst kl.12:00 frá Tryggvagötu og munu starfsmenn hlaupsins vakta helstu staði.

Vegna hlaupsins verður umferð takmörkuð í tilteknum götum, en á kortinu má sjá hvar lokanir verða. Við biðjum ökumenn um að sýna hlaupurum tillitssemi og haga ferðum sínum í samræmi við lokanir.