31. ágúst 2015
31. ágúst 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Viðbúnaður vegna tundurdufls
Lögreglan á Suðurnesjum lokaði hluta Grindavíkurhafnar síðastliðinn föstudag þegar Skinney SF 29 lagðist þar að bryggju með tundurdufl innan borðs. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um borð. Áhöfn skipsins yfirgaf það meðan starfsmenn Gæslunnar fjarlægðu sprengikúluna. Ekki var vitað hvort hún væri virk, en Skinney hafði fengið hana í trollið djúpt suður af Eldey þar sem skipið var á humarveiðum.