Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. ágúst 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Viðbúnaður í Breiðholti

Fjölmennt lið lögreglu var við leit að vopnuðum manni í Breiðholti í kvöld og nótt, en tilkynnt var um mann með haglabyssu á ferð í hverfinu um ellefuleytið á laugardagskvöld. Tilkynningin var tekin mjög alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við hana. ítarleg leit að manninum stóð yfir í u.þ.b. eina og hálfa klukkustund, en skilaði ekki árangri og var þá hætt. Auk leitarinnar var farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu, en það skilaði heldur ekki árangri.