Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. febrúar 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vettvangsstjórnarnámskeiði lýkur í dag

Í dag lýkur 5 daga Vettvangsstjórnarnámskeiði sem haldið var í Lögregluskólanum. Á námskeiðinu sátu 24 nemendur víðsvegar af landinu. Námskeiðið er samstarfsverkefni Lögregluskólans, Brunamálaskólans, björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar og almannvarnadeildar ríkislögreglustjórans.

Að þessu sinnu voru nemar frá Lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliðum og Flugmálastjórn, sem setið hafa frá morgni til kvölds og innbirt speki frá leiðbeinendum og þess á milli hafa þeir reynt á nýja kunnáttu í verkefnum og skrifborðsæfingum. Nokkrar vettvangsferðir voru einnig farnar til ýmsra viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu.

Í lok dagsins munu þessir 24 nemendur útskrifast sem Vettvangsstjórar.