Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. október 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vetrardekkin og rúðuskafan

Það er heldur kuldalegt um að litast á höfuðborgarsvæðinu þennan morguninn, en ætti kannski ekki að koma á óvart enda er fyrsti vetrardagur á laugardaginn samkvæmt almanakinu. Á þessum árstíma þarf því að huga að ýmsu sem snýr að bifreiðinni. Þar koma vetrardekkin fyrst upp í hugann, en viðbúið er að það gæti orðið mikið að gera á dekkjaverkstæðum næstum daga og því kannski gott að sýna fyrirhyggju í þeim efnum. Sömuleiðis er gott að athuga hvort að rúðuskafan sé ekki örugglega við höndina, en hún er mikið þarfaþing eins og allir vita. Að síðustu látum við fylgja með veðurspá dagsins, en samkvæmt henni er vissara fyrir gangandi og hjólandi að klæða sig vel.

Norðan 8-15 m/s, en 10-20 eftir hádegi, hvassast á Kjalarnesi. Bjart með köflum og þurrt að kalla, en líkur á smáéljum seinni partinn. Hægari vindur á morgun og þurrt. Hiti um frostmark.