Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. janúar 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Verum sýnileg í umferðinni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir hjólreiðamenn á mikilvægi þess að þeir hafi ljós á hjólum sínum í umferðinni og að þeir noti líka hjálm og endurskin. Í skammdeginu er nauðsynlegt að þessir hlutir séu í lagi, en með því stuðla hjólreiðamenn að eigin umferðaröryggi og annarra. Þeir sem eru gangandi eða hlaupandi eru sömuleiðis hvattir til að nota endurskinsmerki, en gildi þessa einfalda öryggisbúnaðar verður seint ofmetið.