2. ágúst 2019
2. ágúst 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Verslunarmannahelgin fram undan
Þá er verslunarmannahelgin fram undan og viðbúið að margir verði á faraldsfæti. Við óskum ferðalöngum góðrar ferðar og minnum alla á að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni. Veðurspáin er góð og útlitið því gott hvað það varðar. Við munum að sjálfsögðu standa vaktina á höfuðborgarsvæðinu nú sem endranær, en vonandi verður sem allra minnst að gera hjá lögreglumönnum í öllum umdæmum landsins! Góða helgi.