31. júlí 2024
31. júlí 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Verndaðu heimilið gegn innbroti
Nú þegar ein mesta ferðahelgi ársins er fram undan er ekki úr vegi að minna á þessi skilaboð sem fjalla um afbrotavarnir og leiðir til að koma í veg fyrir innbrot á heimili. Lögreglan hefur iðulega nefnt ýmis ráð í þeim efnum, en í meðfylgjandi myndbandi er mikilvægi þess að hafa traustar hurðarlæsingar, útiljós með hreyfiskynjara, traustar gluggalæsingar og inniljós með tímastillir haldið á lofti. Þá er nágrannavarsla sömuleiðis mjög mikilvæg, en ef þið verið vör við grunsamlegar mannaferðir ekki hika við að hringja í lögreglu í síma 112.
https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2023/06/FOCUS-DAY-2023.mp4