11. nóvember 2020
11. nóvember 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Verkefnum sérsveitar fjölgar á milli mánaða
Verkefnum sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgaði um nær 100% á milli september og október og hafa aldrei verið fleiri. 41 verkefni voru skráð hjá sérsveit í september á móti 74 í síðasta mánuði.
Þá fjölgaði tilkynningum um vopn einnig mikið á milli mánaða. Voru tuttugu og fjögur í september á móti fjörutíu og níu í október.
Það sem af er ári hefur verkefnum sérsveitar fjölgað jafnt og þétt frá áramótum. Verkefnin voru fæst í febrúar og mars eða tuttugu og fjögur hvorn mánuð.