Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. mars 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Verkefni morgunsins á höfuðborgarsvæðinu

Mikið hefur verið um útköll á svæði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar á meðal gegnum 112. Símtölum var ekki annað á tímabili og var fólk beðið um að hringja í númerið 570-2080, ef neyðarástand skapaðist ekki væri svarað í 112.

Útköll hafa flest verið tengd því ofsaveðri sem fór yfir höfuðborgarsvæðið í morgun, en jafnvægi er nú komið á útköll sem eru að berast.

Mikil og góð samvinna hefur verið með öðrum útkallsaðilum og viljum við þakka mjög gott samstarf við björgunarsveitir, slökkvilið , Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og sveitarfélög, svo einhverjir séu nefndir.