Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. september 2003

Þessi frétt er meira en árs gömul

Verðlaunahafar í myndasamkeppni barna

Í tilefni lögregludagsins þann 26. apríl 2003 stóð Lögreglan í Reykjavík fyrir myndasamkeppni 6-12 ára barna. Yfir 800 myndir bárust í keppnina og var því ærið verkefni að fara yfir myndirnar og velja þær bestu úr. Í ágústmánuði var verðlaunahöfum boðið í heimsókn til Lögreglunnar í Reykjavík. Þau fengu að kynnast ýmsum hliðum lögreglustarfsins, fengu afhentar viðurkenningar fyrir myndirnar sínar og boðið til pizzuveislu. Í lok dags fengu allir lögreglufylgd til síns heima. Hægt er að sjá myndirnar sem voru teiknaðar á heimasíðu lögreglunnar, undir myndasafn – forvarnastarf eða með því að smella hér.

Á myndinni er að sjá verðlaunahafa í myndasamkeppninni. Frá vinstri: Valdimar Friðrik Jónatansson, Smári Nikulás Guðmundsson, Rebekka Sif Samúelsdóttir, Helena Rut Hannesdóttir, Auður Egilsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Hólmfríður Hannesdóttir. Á myndina vantar Árna Alexander Baldvinsson og Lilju Sóleyju Hauksdóttur.