Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. nóvember 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Velheppnaðir unglingatónleikar

Velheppnaðir unglingatónleikar voru haldnir í Reykjavík í gærkvöld. Tónleikarnir voru ætlaðir aldurshópnum 13-16 ára og mættu vel á annað þúsund gestir. Þeir voru til mikillar fyrirmyndar og ekki þurfti að hafa afskipti af nema fáeinum unglingum. Skipulagið var gott, öflug gæsla og dyraverðir stóðu sína plikt.

Aðeins kom upp eitt mál tengt ölvun og þá höfðu nokkrir krakkar ekki aldur til að vera á tónleikunum. Hringt var í foreldra þeirra sem komu og sóttu þá. Kvöldið áður fóru fram tónleikar á sama stað sem heppnuðust ekki eins vel. Því var mjög ánægjulegt að sjá stóran hóp unglinga koma saman og skemmta sér á heilbrigðan hátt þar sem allt fór vel fram.