11. apríl 2024
11. apríl 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Vel sóttir kynningarfundir fyrir hjúkrunarnema í Háskólanum á Akureyri
HSN hefur undanfarin misseri haldið kynningarfundi fyrir hjúkrunarnema við Háskólann á Akureyri.

Fundirnir hafa verið vel sóttir en hjúkrunarnemar hafa verið mjög áhugasamir um starfsemina og störf hjúkrunarfræðinga hjá HSN. Stofnunin nær allt frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri og starfa hjúkrunarfræðingar í fjölbreyttum störfum í heilsugæslu, hjúkrunar- og sjúkradeildum.
Við vonumst að sjálfsögðu að fá sem flesta til starfa og vekjum athygli á lausum störfum á vef stofnunarinnar www.hsn.is og Starfatorgi.