8. desember 2025
8. desember 2025
Vel heppnaður dagur sjúkrahússins
Við þökkum þeim fjölmörgu sem mættu á Dag sjúkrahússins á Glerártorgi um helgina, þá ekki síst þeim sem skráðu sig sem Hollvini.

Hollvinir SAk standa m.a. fyrir fjáröflun til kaupa á tækjum og búnaði fyrir sjúkrahúsið og eru því ákaflega verðmætir. Við hvetjum öll sem geta til þess að gerast hollvinir, en árgjaldið er 6.000 kr. Hér er hægt að skrá sig: https://www.hollvinir.is/services
Meðfylgjandi mynd tók Þorgeir Baldursson