9. október 2015
9. október 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Veikindi lögreglumanna
Sú óvenjulega staða kom upp hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun að margir lögreglumenn hjá embættinu boðuðu forföll vegna veikinda. Af þeirri ástæðu er viðbúið að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð lögreglu í dag, en þau sem teljast brýn og áríðandi verða vitaskuld sett í forgang eins og jafnan áður. Lögreglan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en biðlar jafnframt til fólks að sýna henni skilning og þolinmæði í dag.