Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. nóvember 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Veiðieftirlit á Austurlandi

Lögregla hélt um helgina uppi eftirliti með veiðimönnum sem voru við veiðar í fjórðungnum. Kannað var með réttindi þeirra og leyfi. Rætt var við fjörutíu og átta veiðimenn vítt og breitt um landshlutann. Langflestir voru með sín mál í lagi en tveir ekki. Þeirra mál eru nú til skoðunar hjá lögreglu.

Lögregla mun halda eftirlitinu áfram í samræmi við áherslur sem kynntar voru í byrjun mánaðarins. Hún hvetur veiðimenn til að gæta að leyfamálum sínum áður en haldið er til veiða svo ekki þurfi að koma til afskipta eða beitingu viðurlaga.