Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. desember 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vegna bruna í sumarbústað í Grímsness- og Grafningshreppi í gærkvöldi

Uppfært kl. 13:40

Vinnu á vettvangi brunans er nú lokið. Eldsupptök eru ókunn en ekkert hefur komið fram sem bendir til að um íkveikju sé að ræða. Áfram verður unnið að rannsókn málsins.

Eldri tilkynning:

Tilkynning um eld í sumarhúsi í Grímsness og Grafningshreppi barst lögreglunni á Suðurlandi kl.20:39 í gærkvöldi. Sumarhúsið reyndist alelda þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Slökkvistarf gekk vel en vakt var á brunavettvangi til morguns þegar unnt var að hefja vettvangsrannsókn. Tilkynnandinn og jafnframt umráðamaður bústaðarins, var færður á lögreglustöð í gær og gisti fangaklefa í nótt en fór frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni í morgun. Áfram er unnið úr gögnum málsins og ljóst að sú vinna mun taka einhvern tíma. Eldsupptök eru ókunn.