26. maí 2025
26. maí 2025
Vegleg gjöf til Barnadeildarinnar frá Ladies Circle 20 Akureyri
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri fékk afar rausnarlega gjöf frá Ladies Circle 20 Akureyri. Fulltrúar samtakanna komu færandi hendi á deildina og færðu m.a. tvo Lazyboy stóla, sófaborð, hliðarborð, fjölbreytt úrval leikfanga og spil, auk veglegrar gjafakörfu handa starfsfólkinu.

Elma Rún Ingvarsdóttir, staðgengill deildarstjóra Barnadeildar, tók á móti gjöfinni fyrir hönd deildarinnar og þakkaði Ladies Circle 20 innilega fyrir höfðinglegan og hlýjan stuðning. „Það er alltaf ómetanlegt að finna fyrir velvild samfélagsins. Svona gjafir gera mikinn mun fyrir bæði börnin sem dvelja hjá okkur og starfsfólkið sem sinnir þeim af alúð alla daga,“ sagði Elma Rún.
Við hjá SAk þökkum Ladies Circle 20 Akureyri kærlega fyrir stuðninginn