17. apríl 2024
17. apríl 2024
Vegleg gjöf frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis (KAON)
Þrír nýir meðferðarstólar og þrjú hliðarborð.
Á dögunum kom Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis færandi hendi til almennu göngudeildarinnar og færði deildinni þrjá nýja meðferðarstóla og þrjú hliðarborð.
Stólarnir eru eins og fyrir eru á deildinni og því eru nú 16 slíkir stólar í notkun en þeir uppfylla allar öryggiskröfur komi til bráðatilvika. Lyfjameðferðir sem gefnar eru á deildinni eru mjög mismunandi langar og geta varað allt frá einni klukkustund upp í átta klukkustundir.
Mikil aukning er á blóð- og krabbameinsmeðferðum á síðastliðnum árum og því var þessi gjöf kærkomin.
Nánar með lesa um gjöfina á vefsíðu KAON hér.