Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. september 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Veggjakrotarar gómaðir í Breiðholti

Nokkrir unglingspiltar, 13-14 ára, hafa játað á sig veggjakrot í Breiðholti um helgina. Þar varð leikskóli illilega fyrir barðinu á skemmdarvörgum en veggjakrotararnir létu líka til sína taka utan við leikskólann. Aðkoman var ekki fögur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.