Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. júlí 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vegaframkvæmdir

Í dag er stefnt að því að fræsa og malbika Gullinbrú frá gatnamótum við Stórhöfða. Önnur akreinin verður lokuð meðan á framkvæmd stendur. Einnig er stefnt að því að fræsa og malbika frárein af Höfðabakka inn á Stórhöfða til austurs. Áætlað er að framkvæmdin byrji kl. 9 og standi fram eftir degi.

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.