5. desember 2002
5. desember 2002
Þessi frétt er meira en árs gömul
Vegabréfaeftirlit tekið upp tímabundið í Danmörku
Í tengslum við fund æðstu stjórnenda ríkja Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn, dagana 12. – 14. desember n.k. hefur ríkisstjórn Danmerkur ákveðið að vegabréfaeftirlit verði tekið upp við komu til Danmerkur frá og með föstudeginum 6. desember n.k. til 14. desember.
Má af þeim sökum búast við töfum við komu til Danmerkur.